24.8.2009 | 21:54
Er VG úlfur í sauðagæru?
Ný skólagjöld? Bílastæðagjald 8.000 á önn. Gjald fyrir útgáfu skírteina, tölvuforritun, aðgang að þráðlausu neti, útgáfu netfangs, gagnapláss, prentun, fjölföldun, leiga á skápum undir fatnað.
Þetta leyfir menntamálaráðherra félagshyggjunnar. Hvað ef nemandi getur ekki greitt? Er þá skólinn bara frír fyrir þá sem eiga peninga?
Eigi fyrir löngu bannaði menntamálaráðherra frjálshyggjunnar gjaldtöku af foreldrum fyrir skólaferðir.
Á ég þá félagshyggjumaðurinn að kjósa frjálshyggjuna til að markmið félagshyggjunnar nái fram að ganga? Eða er flokkurinn minn VG ekki félagshyggjuflokkur lengur?
Ég er farinn að fá það á tilfinninguna að félagshyggju öflin séu eitthvað allt annað. Minnir mig svolítið á einræði.
Ég held að VG ætti að fara í sjálfsskoðun og athuga sinn gang. Það telst ekki eðlilegt að almúginn hafi það miklu verra undir stjórn félagshyggjuafla. Kannski vinstri stjórn vilji bara ómenntaðann almúgann og óupplýstann eins og á miðöldum.
Um bloggið
Hreinn Sesar Hreinsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll,
Spurningin er hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræður öllu, hver veit??
Gunnar Skúli Ármannsson, 24.8.2009 kl. 22:11
Þetta er ekkert nítt með vinstri flokkana þeir hafa aldrei kunnað neitt nema niðurrif og níðast á þeim sem minnst mega sín
Jón Sveinsson, 24.8.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.