Netnotkun og persónuvernd.

Netníð og þess háttar er víst fylgifiskur netsins í dag. Stjórnmálamenn hafa ýtt undir þetta með setningu laga um persónuvernd. Í raun á þetta ekki að vera vandamál. Þjónustuaðili netsins setur skilyrði fyrir netsambandi og ef það er brotið þá er notandi aftengdur. En eins og lögum er háttað í dag þá virðist það ekki vera hægt nema þá með miklum tilkostnaði, sem þjónustuaðili leggur ekki í. Miklu betra að skýla sér bak við lög. Ég þekki dæmi þess að fyrir nokkrum árum lenti stúlka í skítkasti af netinu. Foreldri hafi samband við þjónustuaðila (hægt er að finna út ip-addressur) og hann hafði samband við viðkomandi viðskiptavin. Afsökunarbeiðni barst til stúlkunar. Tveimur árum síðar gerist þetta aftur hjá annari stúlku. Nú var hins vegar búið að breyta lögunum þannig að kæra þurfti til lögreglu ef eitthvað átti að gerast. Þjónustuaðili gat ekki lengur haft samband við viðskiptavin sinn án þess að dómsúrskurður lægi fyrir.

Ég hef enga samúð með þingmönnum sem settu þessi lög og verða svo fyrir barðinu á þeim. Þeir geta bara breytt lögunum í þá veru að auðvelt sé fyrir alla aðila að stoppa netníð.

 


mbl.is Björgvin G.: „Ný vídd í nafnlausu níði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hreinn Sesar Hreinsson

Höfundur

Hreinn Sesar Hreinsson
Hreinn Sesar Hreinsson
Ég er áhugamaður um allt milli himins og jarðar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband